hjól og rafhlaupahjól

Nú er hafinn sá árstími þar sem hjól og önnur létt ökutæki eru í mikilli notkun og því mikilvægt að huga að öryggi barnanna.

Færst hefur í aukana notkun á vélknúnum hlaupahjólum en þau tilheyra flokki reiðhjóla og ná oftast 6-25 km hraða á klst. Í umferðarlögum stendur að ekki megi aka slíkum farartækjum á akbraut og sömu reglur gilda um öryggisbúnað og á reiðhjólum. Á þessi tæki er ekkert aldurstakmark en mikilvægt er að lesa vel þær leiðbeiningar og viðmið sem framleiðendur setja og fylgja þeim eftir.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um notkun rafhlaupahjóla sem við hvetjum ykkur til þess að skoða.

Við viljum minna á að börn yngri en 9 ára mega ekki hjóla á akbraut nema undir eftirliti, þau börn yngri en 9 ára sem koma á hjóli í skólann þurfa því fylgd ef þau komast ekki leiðar sinnar eftir gagnstígum, gangstéttum eða gangbrautum.

Munum svo eftir hjálminum :)