Eineltis og lausnarteymi

Við Lundarskóla starfar eineltis og lausnarteymi en hlutverk þess er að vinna úr þeim málum sem upp koma hverju sinni og fylgja þar ákveðnum verklagsreglum. 

Lausnarteymi skólans vinnur að málefnum bæði einstaklinga og eða hópa og geta kennarar geta óskað eftir stuðningi teymisins við lausn mála. 
Þegar upp kemur grunur um einelti er eineltisteymi virkjað og unnið er samkvæmt stefnu Lundarskóla í eineltismálum. 

Í teyminu sitja Kristín Irene, verkefnastjóri námsaðlögunar, Hildur Mist, náms og starfsráðgjafi og Fjóla Dögg, deildarstjóri.