Frístund

Frístund er tilboð fyrir nemendur í 1.-4. bekk og er hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans. Börnin eiga kost á dvöl í Frístund eftir að skólatíma líkur til kl. 16:15.
Umsjónarmaður Frístundar er Íris Björk Reykdal, sími: 462-4560/8218991 og netfang: irisreykdal@akmennt.is 
Veikindi, frí og hvers konar forföll þarf að tilkynna, annað hvort beint í frístund,(462-4560/8218991), hjá ritara (462-4888) eða með því að senda tölvupóst á netfang frístundar fristund@lundarskoli.is Skilaboð um það t.d. að fá að fara fyrr heim, eða heim með vini þurfa að koma frá foreldrum.

Dagatal frístundar 2023-2024

Gjaldskrá 2023

Skráning

Forskráning fer fram á vorin um leið og 6 ára börn eru innrituð í skólann. Í ágúst þarf að staðfesta skráninguna og senda inn umsókn á www.vala.is Lágmarks tímafjöldi er 20 tímar á mánuði.

Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins. Systkinaafsláttur gildir á milli Frístundar, leikskóla og dagmæðra.
Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Felur hún í sér tímann sem barnið er í Frístund á hverjum degi, sem foreldri greiðir fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður.

-Á hverju skólaári er Frístund lokuð sem svarar þremur dögum vegna skipulagsvinnu og koma þeir dagar fram á skóladagatali Lundarskóla.
-Breytingar á mánaðarlegri skráningu er hægt að gera, ef það er gert fyrir 20. næsta mánaðar á undan.
-Á löngum dögum þegar Frístund er opin allan daginn og á þeim dögum sem ekki er hefðbundin kennsla gildir föst skráning EKKI og þarf að skrá sérstaklega á þá daga og er greitt sérstaklega fyrir þá. Fyrir þessa daga þarf að skrá nemanda fyrir 20. næsta mánaðar á undan með því að skrá barnið inni á www.vala.is Þessir dagar eru merktir á skóladagatalinu.
-Veikindi, frí og önnur forföll þarf að tilkynna fyrir kl. 11:30 á netfangið fristund@lundarskoli.is eða í síma 462-4560.

Eftirfarandi foreldrahópar geta sótt um afslátt af gjöldum í Frístund;

Einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi, öryrkjar þar sem báðir foreldrar eru 75% öryrkjar og atvinnulausir foreldrar. Jafnframt gildir afslátturinn þar sem annað foreldrið er t.d. í fullu námi og hitt atvinnulaust eða 75% öryrki.

Til að njóta afsláttar þurfa:

  • námsmenn að framvísa skólavottorðum í byrjun hverrar annar.
    • Í vottorði frá skóla þarf að koma fram að um fullt nám sé að ræða og það varir í að minnsta kosti í eitt ár.
    • Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu.
  • atvinnulausir foreldrar að sækja um mánaðarlega og skila vottorði frá Vinnumálastofnum fyrir 20. hvers mánaðar.
  • foreldar að vera skráðir 75% öryrkjar.
  • Einstæðir þurfa að sýna fram á hjúskaparstöðu sína (taka skjáskot af hjúskaparstöðu inni á www.island.is)

Sótt er um afslátt í Völu – frístund kerfinu. Lægra gjald tekur gildi 1. dag næsta mánaðar eftir að umsókn berst. Athugið að það er nóg að taka skjáskot, eða mynd, af vottorðum/skírteinum og senda sem viðhengi með umsókninni.
Markmið:

Meginmarkmið Frístundar er
að sameina uppeldi og menntun við hæfi þeirra barna sem Frístundar njóta,
að örva alhliða þroska þeirra, að efla með þeim virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum,
að efla sjálfstæði, ábyrgð, umburðarlyndi og vináttu 
að skapa börnunum umhverfi með aðstöðu til fjölbreyttra leikja og vinnu.

Börnunum er gefinn kostur á að velja úr margvíslegum verkefnum þar sem þau geta fengið útrás fyrir leikja-, hreyfi- og sköpunarþörf.