Námsaðlögun og sérkennsla

Sérkennsla er háð þroskastigi einstaklingsins. Meginmarkmið sérkennslu er að stuðla að alhliða þroska og auka færni nemandans. Leitast er við að ná þessu markmiði með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum um leið og lögð eru fyrir verkefni við hæfi. Í Lundarskóla vinnur sérkennsluteymi að því að koma til móts við þarfir nemenda í 1.-10. bekk. Sérkennsla eða námsaðlögun felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og kennsluaðferðum. Kennslan fer ýmist fram sem stuðningur inn í kennslustofu eða í sérkennslustofum og er hún skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum og námsmarkmið metin reglulega.

Sérkennarar og umsjónarkennarar hafa samráð um mat á stöðu nemenda og viðbrögð við niðurstöðum mats. Einstaklingsnámskrár eru sniðnar að þörfum nemenda sem að hluta eða öllu leyti fylgja ekki námsmarkmiðum árgangs.

Sérkennarar skólans annast auk þess ýmsar skimanir og greiningar ásamt starfsmönnum skólateymis fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar og veita kennurum og foreldrum faglega ráðgjöf í framhaldi af greiningu.

Sérkennsluteymi:

Kristín Irene Valdemarsdóttir, verkefnastjóri námsaðlögunar og sérkennslu
-Ágústa Kristjánsdóttir, sérkennari yngra stig
-Sigríður María Magnúsdóttir, sérkennari miðstið
-Kristín Bergþóra Jónsdóttir, verkefnastjóri ISAT

Við Lundarskóla starfa einnig þroskaþjálfar sem koma að námsaðlögun og sérkennslu nemenda
-Sunna Svansdóttir
-Ingibjörg Ósk Víkingsdóttir