Fréttir

páskafrí og vikulok

Kæru foreldrar, Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum.

Útivistardagur

Nemendur Lundarskóla áttu frábæran dag í ýmiskonar verkefnum þar sem útivist og hreyfing lék aðalhlutverkið.

Útivist í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi frestað

Því miður verðum við að fresta för okkar í Hlíðarfjall og Kjarnaskóg þar sem veðurspáin er ekki hliðholl okkur. Við stefnum þó á aukna hreyfingu/útivist á uppbrotsdeginum á morgun. Umsjónarkennarar sjá um skipulagið á deginum og senda heim upplýsingar, eftir þörfum, varðandi skipulag dagsins hjá nemendahópnum í tengslum við námsgögn, klæðnað, nesti og annað sem foreldrar og nemendur þurfa að fá upplýsingar um. Þess ber að geta að sund og valgreinar verða kenndar skv. stundatöflu á unglingastigi og allir nemendur verða í mat skv. skráningu og hann verður framreiddur Lundarskóla v/Dalsbraut.

Fulltrúar Lundarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Í morgun áttum við góða stund saman með 7.bekk þar sem 13 nemendur tóku þátt í forkeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina.

Öskudagsball

Á morgun miðvikudag mun 10. bekkur halda öskudagsball fyrir 1.-4. Bekk Farið verður í ýmsa leiki, dansað og sprellað. Það kostar 1000 kr. inn og því fylgir drykkur og nammi

Vetrarfrí og öskudagur

Við minnum á að öskudagurinn (17. febrúar) er starfsdagur og dagana 18.-19. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Akureyra. Þessa daga er frí hjá nemendum en skólinn hefst aftur mánudaginn 22. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Rafmagnsleysi

Rafmagnslaust er í Lundarskóla v. Dalsbraut og verður það þannig út daginn. Símakerfið liggur þar af leiðandi niðri en við bendum á að hægt er að senda töluvpóst á stjórnendur ef eitthvað er. Nemendur í 5. og 6. bekk verða sendir fyrr heim í dag og hefur póstur verið sendur á forráðamenn þeirra. Forráðamenn þeirra barna sem eru í frístund hafa einnig fengið tölvupóst með upplýsingum sem gott er að kíkja á.

Jólatréssöfnun

Jólatré verða ekki hirt við lóðamörk í ár af bænum. Því ætlar 10.bekkur Lundarskóla að hjálpa til og hirða upp tréð fyrir þig og koma því á réttan stað! Farið verður af stað á milli 15:00-21:00 dagana 7. 8. og 9. janúar og tréð fjarlægt úr garðinum þínum. Svo einfalt. Við biðjum alla um að panta fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 7.janúar.

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin í Lundarskóla í lok vikunnar

Skólastarf í lok árs

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum varðandi skólastarf út árið þá verða litlar breytingar á því. Hér í Lundarskóla verður sama skipulag og verið hefur hjá 1. - 7.bekk. Í 8.-10. bekk verður sama skipulag og síðustu viku, nemendur þurfa þó ekki að vera með grímur né halda 2m fjarlægð en er að sjálfsögðu frjálst að nýta grímur ef þeir vilja.