Fréttir

Útivistardagur

Göngudagur í Lundarskóla 2. september Á morgun fimmtudaginn 2. september verður göngudagur í Lundarskóla og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri, í góðum skóm og með nesti í bakpoka. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarkennurum.

Fyrstu skóladagarnir

Fyrstu skóladagarnir fara vel af stað og góða veðrið nýtt eins og hægt er í útilestur, göngutúra og fl. Við viljum núna þegar allt er komið á fullt minna á mikilvægi þess að fara vel yfir með nemendum öryggi í umferðinni, allir eiga að nota hjálm og sýna aðgát þegar hjólað er á göngustígum. Einnig viljum við minna á að reiðhjól eru leyfileg á leið til og frá skóla en öll umferð þeirra á skólalóð á skólatíma er ekki leyfileg hvorki við Lundarskóla né Brekkuskóla þar sem nemendur í 7.-10.bekk fara um á leið sinni til og frá skóla.

Upphaf skólaársins 2021-2022

Kæri foreldrar/forráðamenn Senn líður að skólabyrjun skólaárið 2021-2022. Við vonum innilega að allir hafi notið sín í sumarfríi og séu endurnærðir eftir það. Við í Lundarskóla hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins í samstarfið við foreldra/forráðamenn og nemendur.

Skólaslit og útskrift

Skólastlit Skólaslit Lundarskóla verða þann 8. júní kl. 9:00 fyrir nemendur í 1. – 9. bekk. Skólaslitin verða með rafrænum hætti. Útskrift nemenda í 10. bekk verður mánudaginn 7. júní kl. 15:00 í sal Lundarskóla við Dalsbraut. Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið boð um að skrá sig sérstaklega ef þeir ætla að koma á útskriftina. Eftir útskrift verða léttar veitingar í boði fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Skólahreysti

Í kvöld þriðjudag mun lið Lundarskóla taka þátt í Skólahreysti en liðið skipa Vignir Otri, Skarphéðinn, Iðunn Rán og Sigrún Rósa ásamt Katrínu Sól og Alex Rúnari sem eru varamenn. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:00 og hvetjum við alla til þess að fylgjast með.

hjól og rafhlaupahjól

Nú er hafinn sá árstími þar sem hjól og önnur létt ökutæki eru í mikilli notkun og því mikilvægt að huga að öryggi barnanna. Færst hefur í aukana notkun á vélknúnum hlaupahjólum en þau tilheyra flokki reiðhjóla og ná oftast 6-25 km hraða á klst. Í umferðarlögum stendur að ekki megi aka slíkum farartækjum á akbraut og sömu reglur gilda um öryggisbúnað og á reiðhjólum. Á þessi tæki er ekkert aldurstakmark en mikilvægt er að lesa vel þær leiðbeiningar og viðmið sem framleiðendur setja og fylgja þeim eftir.

páskafrí og vikulok

Kæru foreldrar, Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum.

Útivistardagur

Nemendur Lundarskóla áttu frábæran dag í ýmiskonar verkefnum þar sem útivist og hreyfing lék aðalhlutverkið.

Útivist í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi frestað

Því miður verðum við að fresta för okkar í Hlíðarfjall og Kjarnaskóg þar sem veðurspáin er ekki hliðholl okkur. Við stefnum þó á aukna hreyfingu/útivist á uppbrotsdeginum á morgun. Umsjónarkennarar sjá um skipulagið á deginum og senda heim upplýsingar, eftir þörfum, varðandi skipulag dagsins hjá nemendahópnum í tengslum við námsgögn, klæðnað, nesti og annað sem foreldrar og nemendur þurfa að fá upplýsingar um. Þess ber að geta að sund og valgreinar verða kenndar skv. stundatöflu á unglingastigi og allir nemendur verða í mat skv. skráningu og hann verður framreiddur Lundarskóla v/Dalsbraut.

Fulltrúar Lundarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Í morgun áttum við góða stund saman með 7.bekk þar sem 13 nemendur tóku þátt í forkeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina.