Fréttir

Íþróttadagur á unglingastigi

Árlegt íþróttamót unglingastigs var haldið í dag. Nemendur úr 8.-10.bekk kepptu í hinum ýmsu greinum og nemendur í 7.bekk horfðu á og hvöttu nemendur áfram. Veðrið var afskaplega gott sem ýtti enn frekar undir góða skapið og keppnisandann. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum en 10.bekkur fór með sigur af hólmi og varði því titilinn frá því í fyrra.

Lundarskóli sigraði Fiðring

Lundarskóli sigraði Fiðring hæfileikakeppni grunnskólanna á norðurlandi í Hofi. Þær Ylfa Marín, Kamilla Rún, Eydís Rósa, Karítas Anna, Kristín Emma, María Elísabet og Tanja ásamt Ásbirni Garðari fluttu dans og söngatriði sem bar heitið Body.

Fiðringur

Núna fimmtudaginn næstkomandi þann 5. maí kl. 20:00 fer í fyrsta sinn fram Fiðringur á Norðurlandi, náfrændi Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta eru hæfileikakeppnir grunnskólanna þar sem 8. 9. og 10. bekkir fá að taka þátt. Átta skólar skráðu sig til þátttöku í ár og er Lundarskóli einn þeirra. 

Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Föstudaginn síðasta þann 29.apríl veitti Fræðslu og lýðheilsusvið viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf/nám í grunn- og leikskólum Akureyrar. Afhendingin fór fram í Hofi og fengu þrír fulltrúar frá Lundarskóla viðurkenningu fyrir sín störf.