Fréttir

Samvinna barnanna vegna

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Fræðslu og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar veitti þann 02.05.23 viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í skólum bæjarins. Markmiðið með viðurkenningunum er að benda á og lyfta upp því frábæra starfi sem fram fer í skólunum og hvetja áfram þá sem þar starfa til góðra verka.