Fréttir

Gleðileg jól

Litlu jólin 2021

Litlu jólin okkar verða í Lundarskóla mánudaginn 20.desember en síðustu ár hefur unglingastigið okkar haft litlu jólin kvöldinu áður þannig að nú í ár verða litlu jól hjá 7. - 10.bekk í Rósenborg föstudaginn 17.desember.

Fjáröflun 6. bekkjar fyrir Reykjaferð

Eins og margir vita hefur skapast hefð fyrir því í Lundarskóla að nemendur 6. bekkjar safni fyrir Reykjaferð með því að selja inn á kaffihlaðborð á viðtalsdögum.

Starfsdagur og haustfrí

Föstudaginn næsta þann 15.október er starfsdagur í Lundarskóla og þann dag er jafnframt lokað í frístund. Mánudaginn 18. okt og þriðjudaginn 19.okt tekur svo við haustfrí nemenda og kennara en þá daga er opið í frístund fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir sérstaklega. Vonum að þið njótið og hafið það gott í fríinu.

Covid smit

Kæru foreldrar/forráðamenn. Því miður þá hefur smitum fjölgað enn frekar í Lundarskóla og nú hefur einnig komið upp smit í 7. og 9.bekk í Rósenborg. Því þurfa fleiri nemendur og starfsfólk að fara í sóttkví.

Fréttir úr 2. og 3. bekk

Í september unnu 2. og 3. bekkur þemaverkefni tengd haustinu. Unnin voru fjölbreytt verkefni og samhliða var farið í lestrarátak.

Útivistardagur

Göngudagur í Lundarskóla 2. september Á morgun fimmtudaginn 2. september verður göngudagur í Lundarskóla og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri, í góðum skóm og með nesti í bakpoka. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarkennurum.

Fyrstu skóladagarnir

Fyrstu skóladagarnir fara vel af stað og góða veðrið nýtt eins og hægt er í útilestur, göngutúra og fl. Við viljum núna þegar allt er komið á fullt minna á mikilvægi þess að fara vel yfir með nemendum öryggi í umferðinni, allir eiga að nota hjálm og sýna aðgát þegar hjólað er á göngustígum. Einnig viljum við minna á að reiðhjól eru leyfileg á leið til og frá skóla en öll umferð þeirra á skólalóð á skólatíma er ekki leyfileg hvorki við Lundarskóla né Brekkuskóla þar sem nemendur í 7.-10.bekk fara um á leið sinni til og frá skóla.

Upphaf skólaársins 2021-2022

Kæri foreldrar/forráðamenn Senn líður að skólabyrjun skólaárið 2021-2022. Við vonum innilega að allir hafi notið sín í sumarfríi og séu endurnærðir eftir það. Við í Lundarskóla hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins í samstarfið við foreldra/forráðamenn og nemendur.

Skólaslit og útskrift

Skólastlit Skólaslit Lundarskóla verða þann 8. júní kl. 9:00 fyrir nemendur í 1. – 9. bekk. Skólaslitin verða með rafrænum hætti. Útskrift nemenda í 10. bekk verður mánudaginn 7. júní kl. 15:00 í sal Lundarskóla við Dalsbraut. Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið boð um að skrá sig sérstaklega ef þeir ætla að koma á útskriftina. Eftir útskrift verða léttar veitingar í boði fyrir nemendur og starfsfólk skólans.