01.09.2021
Göngudagur í Lundarskóla 2. september
Á morgun fimmtudaginn 2. september verður göngudagur í Lundarskóla og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri, í góðum skóm og með nesti í bakpoka. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarkennurum.
26.08.2021
Fyrstu skóladagarnir fara vel af stað og góða veðrið nýtt eins og hægt er í útilestur, göngutúra og fl.
Við viljum núna þegar allt er komið á fullt minna á mikilvægi þess að fara vel yfir með nemendum öryggi í umferðinni, allir eiga að nota hjálm og sýna aðgát þegar hjólað er á göngustígum. Einnig viljum við minna á að reiðhjól eru leyfileg á leið til og frá skóla en öll umferð þeirra á skólalóð á skólatíma er ekki leyfileg hvorki við Lundarskóla né Brekkuskóla þar sem nemendur í 7.-10.bekk fara um á leið sinni til og frá skóla.
17.08.2021
Kæri foreldrar/forráðamenn
Senn líður að skólabyrjun skólaárið 2021-2022.
Við vonum innilega að allir hafi notið sín í sumarfríi og séu endurnærðir eftir það. Við í Lundarskóla hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins í samstarfið við foreldra/forráðamenn og nemendur.