Útivistardagur

Göngudagur í Lundarskóla 2. september

Á morgun fimmtudaginn 2. september verður göngudagur í Lundarskóla og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri, í góðum skóm og með nesti í bakpoka. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarkennurum.

Nemendur í 1. – 6. bekk mæta allir í skólann í sínar heimastofur á venjulegum tíma. Þeir fara svo af stað á mismundandi tímum og  mismunandi leiðir undir stjórn umsjónarkennara. Allir ljúka skóladeginum á sama tíma og stundataflan segir til um.  

Í 7. – 10.bekk mæta allir nemendur í Lundarskóla v/Dalsbraut.Nemendur höfðu val um tvær leiðir og því fara ekki allir sömu leið. Áætluð heimkoma er í lok skóladags og því verður ekki sundkennsla. 

ATH: Allir nemendur í 1. - 10. bekk hefja skóladaginn í Lundarskóla v/Dalsbraut og einnig verður matur þar fyrir alla.

Hér má sjá hvert nemendur fara.

1.bekkur – sundlaugagarður3.
2.bekkur klappir við Mýrarveg með viðkomu á Hamarkotstúni
3.bekkur gegnum golfvöllinn og upp í Naustaborgir
4.bekkur hringur í Lögmannshlíð
5.bekkur – Fálkafell
6.bekkur – Ferjuleið
7. – 10. Bekkur – Hraunsvatn eða Fallorkustígur

Veðurspá er góð og við vonum að allir njóti dagsins vel.

Kveðja, stjórnendur Lundarskóla,
Elías, Fjóla Dögg og Maríanna.