Námsráðgjöf

Námsráðgjöf
Við Lundarskóla starfar Hildur Mist Pálmarsdóttir sem náms- og starfsráðgjafi. Hægt er að bóka viðtalstíma með því að hafa samband við umsjónarkennara nemanda eða senda tölvupóst á hildurmist@akmennt.is.
Skrifstofa Hildar er staðsett á starfsmannagangi í Lundarskóla.

Viðvera:
Viðvera námsráðgjafa er allajafna frá kl 08:15 til 14:30 alla daga

Hlutverk námsráðgjafans er meðal annars að:

  • Standa vörð um velferð nemenda og starfa í þágu þeirra.
  • Námsráðgjöfum er ætlað að leita lausna í málum nemenda og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans.
  • Vera trúnaðarmaður og málsvari nemenda
  • Auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf.
  • Efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi.
  • Auðvelda nemendum að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru að:

  • Veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur
    -Hagnýtar upplýsingar varðandi lesblindu og ýmis bjargráð
  • Stuðla að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu þannig að þeir meti raunsætt möguleika varðandi nám og starf
  • Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum og hvetja þá til sjálfsábyrgðar og stefnufestu
  • Safna og miðla upplýsingum um nám og störf
  • Undirbúa nemendur undir flutning milli skóla og/eða skólastiga
  • Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum
  • Hjálpa nemendum við að leita sér aðstoðar innan og utan skólans
  • Sinna forvarnarstarfi vegna vímuefna og annarra vágesta sem geta raskað lífi nemenda.


Ráðgjöf fyrir alla nemendur:
Námsráðgjöf stendur öllum nemendum til boða og ekki þarf að vera vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til þess að fá að ræða við námsráðgjafa. Nemendur eru velkomnir til námsráðgjafa til að ræða um daginn og veginn, vonir sínar og væntingar í lífinu.
Námsráðgjafi getur boðað nemendur til viðtals og ekki þarf að liggja nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.

Þagnarskylda
Þagnarskylda er virt gagnvart nemendum varðandi þær upplýsingar sem námsráðgjafa er trúað fyrir í starfi sínu. Námsráðgjafi getur því aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi nemandi samþykkt að aflétta trúnaði eða ef námsráðgjafinn metur það svo að líf og heilsa nemandans sé í húfi.
Náms- og starfsráðgjafa er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þótt viðkomandi láti af starfi.