Mötuneyti

Matseðill í Lundarskóla
Matseðill í Brekkuskóla

Lundarskóli býður upp á heitan mat í hádeginu ásamt veglegum salatbar þar sem áhersla er lögð á hollan og næringarríkan mat. 
Hægt er að kaupa stakar máltíðir eða vera í annaráskrift en allt þarf þetta að fara í gegnum Maríu ritara þar sem skrá þarf nemendur fyrirfram í mat, hægt er að senda henni tölvupóst á ma@akmennt.is 

Alla morgna býðst nemendum og starfsfólki að fá sé hafragraut í mötuneyti skólans gjaldfrjálst, þetta á bæði við um í Lundarskóla og svo Brekkuskóla. Grauturinn er borinn fram frá kl. 07:45-07:55.

Ef keyptar eru máltíðir alla virka daga mánaðarins í svokallaðri annaráskrift, er hver máltíð á 457 kr. pr. máltíð.
Stakar máltíðar sem pantaðar eru mánaðarlega eru á 614 kr. pr. máltíð.
Mjólkuráskrift ( fyrir önn) er 3244 kr. og ávaxtaáskrift er 7418 kr. önnin fyrir heilann ávöxt, fyrir hálfan ávöxt er það 3709 kr.

Fjölskylduafsláttur reiknast af grunngjaldi. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að ver skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Yngsta barn fullt gjald, annað barn 30% afsl., þriðja barn 60% afsl. og fjórða barn 100% afsl.

María ritari veitir frekari upplýsingar varðandi pantanir og verðlagningu. Sími 462-4888