Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar eru valdir snemma að hausti (t.d. á haustkynningafundi) af foreldrum
og gert er ráð fyrir einum bekkjarfulltrúa á hverja 10 nemendur í bekk.

Bekkjarfulltrúar skólaárið 2022-2023:


Meginhlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan
hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru valdir snemma að hausti (t.d. á haustkynningafundi) af foreldrum
og gert er ráð fyrir einum bekkjarfulltrúa á hverja 10 nemendur í bekk.

 • Bekkjarfulltrúar stuðla að samræðu og samstarfi milli foreldra um félagsleg mál innan
  bekkjarins. Hægt er að flétta þessari samræðu milli foreldra við t.d. haustkynningafund eða
  viðburði með krökkunum. Mikilvægt er m.a. að ræða:
 • samskipti í bekknum
 • fyrirkomulag í kringum afmæli (afmælishópar, 3 – 4 afmælisbörn sameinist og bjóða
  öllum, allar stelpur, allir strákar, gjafakostnaður o.fl). Mikilvægt er að foreldrar geri
  sér grein fyrir að skipulag varðandi afmæli er mikilvægt atriði í baráttunni gegn
  einelti.
 • tölvunotkun
 • í Foreldrasáttmála og Læsissáttmála Heimilis og skóla eru einnig umræðuefni sem
  gott er fyrir foreldra að ræða- foreldrasáttmáli.
 • Bekkjarfulltrúar skipuleggja a.m.k. þrjár uppákomur/skemmtanir með nemendum og
  foreldrum á hverju skólaári. Bekkjarfulltrúar geta virkjað fleiri foreldra til að taka þátt í að
  skipuleggja uppákomur. Gott getur verið að hafa eldri nemendur með í ráðum þegar
  bekkjarstarf vetrarins er skipulagt.
 • Kennarar geta leitað til bekkjarfulltrúar varðandi þátttöku foreldra í skólastarfinu t.d. í
  tengslum við vettvangsferðir og ýmsar uppákomur.
 • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélagið og eru í samstarfi við félagið um
  framkvæmd einstakra stærri viðburða s.s. vorhátíð og fleira.
 • Bekkjarfulltrúar safna í bekkjarmöppu gögnum um það sem gert hefur verið í foreldrastarfi í
  bekknum til dæmis myndum og öðru sem lýsir starfi skólaársins.
 • Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í
  bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.