Fréttir

Rafmagnsleysi

Rafmagnslaust er í Lundarskóla v. Dalsbraut og verður það þannig út daginn. Símakerfið liggur þar af leiðandi niðri en við bendum á að hægt er að senda töluvpóst á stjórnendur ef eitthvað er. Nemendur í 5. og 6. bekk verða sendir fyrr heim í dag og hefur póstur verið sendur á forráðamenn þeirra. Forráðamenn þeirra barna sem eru í frístund hafa einnig fengið tölvupóst með upplýsingum sem gott er að kíkja á.

Jólatréssöfnun

Jólatré verða ekki hirt við lóðamörk í ár af bænum. Því ætlar 10.bekkur Lundarskóla að hjálpa til og hirða upp tréð fyrir þig og koma því á réttan stað! Farið verður af stað á milli 15:00-21:00 dagana 7. 8. og 9. janúar og tréð fjarlægt úr garðinum þínum. Svo einfalt. Við biðjum alla um að panta fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 7.janúar.