Fréttir

Jólakveðja

Fréttabréf desember

Þá er desember mánuður að ganga í garð og af því tilefni er hér fréttabréf frá Lundarskóla

Jólaföndur laugardaginn 26.nóvember

Foreldrafélag Lundarskóla ásamt 10.bekk verður með jólaföndur í sal skólans næstkomandi laugardag þann 26.nóvember.

Halloween ball fyrir yngsta og miðstig

Næstkomandi fimmtudag mun 10.bekkur halda hrekkjavökuball fyrir nemendur á yngsta stigi, 1.-4.bekk og svo miðstig 5.-7.bekk.

Haustfrí

Haustfrí verður í Lundarskóla 21. og 24.október

Takk fyrir frábæra mætingu

TAKK allir fyrir frábæra mætingu á opið hús síðasta föstudag...... Þar sem við vorum mjög niðursokkin í þemað okkar í síðustu viku tókum við ekki þátt í bleikum degi. Okkur langar því að hafa bleikan dag núna á fimmtudaginn

Skólabyrjun - fréttabréf

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn Við hlökkum til þess að takast á við skólaárið 2022-2023 með ykkur, hér má finna fréttabréf þar sem helstu upplýsingar um skólabyrjun koma fram.

Sumarlokun 2022

Lundarskóli verður lokaður frá 30.júní til og með 5.ágúst. Vonum að þið eigið gott sumar og njótið :)

Íþróttadagur á unglingastigi

Árlegt íþróttamót unglingastigs var haldið í dag. Nemendur úr 8.-10.bekk kepptu í hinum ýmsu greinum og nemendur í 7.bekk horfðu á og hvöttu nemendur áfram. Veðrið var afskaplega gott sem ýtti enn frekar undir góða skapið og keppnisandann. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum en 10.bekkur fór með sigur af hólmi og varði því titilinn frá því í fyrra.

Lundarskóli sigraði Fiðring

Lundarskóli sigraði Fiðring hæfileikakeppni grunnskólanna á norðurlandi í Hofi. Þær Ylfa Marín, Kamilla Rún, Eydís Rósa, Karítas Anna, Kristín Emma, María Elísabet og Tanja ásamt Ásbirni Garðari fluttu dans og söngatriði sem bar heitið Body.