Lundarskóli sigraði Fiðring

Lundarskóli sigraði Fiðring hæfileikakeppni grunnskólanna á norðurlandi í Hofi.
Þær Ylfa Marín, Kamilla Rún, Eydís Rósa, Karítas Anna, Kristín Emma, María Elísabet og Tanja ásamt Ásbirni Garðari fluttu dans og söngatriði sem bar heitið Body.
Dansinn sömdu þær sjálfar en lagið sem Ylfa söng er einmitt lagið Body eftir Jordan Suaste. Ásbjörn Garðar stýrði svo ljósum á sviði.
Krakkarnir hafa lagt mikla vinnu í atriðið og eins hefur töluverður tími farið í æfingar innan og utan skóla, það er því afskaplega gaman að uppskera á þennan hátt.

Stefán Smári Jónsson umsjónarkennari í 9.bekk stýrði hópnum og aðstoðaði við útsetningu og allar æfingar og honum ber að þakka fyrir frábært starf.

Við vonum að Lundarskóli haldi áfram á þessari vegferð enda er skapandi starf afskaplega mikilvægur þáttur í skólastarfinu.
Takk krakkar fyrir að sýna þor og vera tilbúin að leggja ykkar krafta fram og til þess að vera fyrsti hópurinn sem tekur þátt!
Innilega til hamingju