Íþróttadagur á unglingastigi

Árlegt íþróttamót unglingastigs var haldið í dag.
Nemendur úr 8.-10.bekk kepptu í hinum ýmsu greinum og nemendur í 7.bekk horfðu á og hvöttu nemendur áfram.
Veðrið var afskaplega gott sem ýtti enn frekar undir góða skapið og keppnisandann.
Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum en 10.bekkur fór með sigur af hólmi og varði því titilinn frá því í fyrra.