Fréttir

Starfsdagur og haustfrí

Föstudaginn næsta þann 15.október er starfsdagur í Lundarskóla og þann dag er jafnframt lokað í frístund. Mánudaginn 18. okt og þriðjudaginn 19.okt tekur svo við haustfrí nemenda og kennara en þá daga er opið í frístund fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir sérstaklega. Vonum að þið njótið og hafið það gott í fríinu.

Covid smit

Kæru foreldrar/forráðamenn. Því miður þá hefur smitum fjölgað enn frekar í Lundarskóla og nú hefur einnig komið upp smit í 7. og 9.bekk í Rósenborg. Því þurfa fleiri nemendur og starfsfólk að fara í sóttkví.