Covid smit

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Því miður þá hefur smitum fjölgað enn frekar í Lundarskóla og nú hefur einnig komið upp smit í 7. og 9.bekk í Rósenborg. Því þurfa fleiri nemendur og starfsfólk að fara í sóttkví.
Af gefnu tilefni þá viljum við ítreka mikilvægi þess að fara í skimun ef einkenna verður vart, virða sóttkví og reglur um smitgát í þeim tilfellum sem við á.
Þeir sem fara í sóttkví hafa fengið/fá upplýsingar um það í dag.

Á þessum tímum þurfum við að fara varlega, virða sóttvarnir og standa saman í þessu verkefni.

Kær kveðja skólastjórnendur Lundarskóla, Elías, Fjóla Dögg og Maríanna.