hjól og rafhlaupahjól
27.04.2021
Nú er hafinn sá árstími þar sem hjól og önnur létt ökutæki eru í mikilli notkun og því mikilvægt að huga að öryggi barnanna.
Færst hefur í aukana notkun á vélknúnum hlaupahjólum en þau tilheyra flokki reiðhjóla og ná oftast 6-25 km hraða á klst. Í umferðarlögum stendur að ekki megi aka slíkum farartækjum á akbraut og sömu reglur gilda um öryggisbúnað og á reiðhjólum. Á þessi tæki er ekkert aldurstakmark en mikilvægt er að lesa vel þær leiðbeiningar og viðmið sem framleiðendur setja og fylgja þeim eftir.