Fréttir

Fiðringur

Núna fimmtudaginn næstkomandi þann 5. maí kl. 20:00 fer í fyrsta sinn fram Fiðringur á Norðurlandi, náfrændi Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta eru hæfileikakeppnir grunnskólanna þar sem 8. 9. og 10. bekkir fá að taka þátt. Átta skólar skráðu sig til þátttöku í ár og er Lundarskóli einn þeirra. 

Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Föstudaginn síðasta þann 29.apríl veitti Fræðslu og lýðheilsusvið viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf/nám í grunn- og leikskólum Akureyrar. Afhendingin fór fram í Hofi og fengu þrír fulltrúar frá Lundarskóla viðurkenningu fyrir sín störf.

Árshátíð Lundarskóla

Upphátt- Upplestrarkeppni

Upphátt sem er upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær þann 23.mars í Menntaskólanum á Akureyri. Fyrir hönd Lundarskóla tóku þátt þau Ísafold Gná Ólafsdóttir og Hákon Freyr Arnarsson. Varamaður var Kristín Kara Hreinsdóttir. Keppendur stóðu sig einstaklega vel og voru Lundarskóla svo sannarlega til sóma. Markmiðið með upplestrarkeppninni er m.a. að efla lestur, þjálfa framkomu og framburð ásamt því að kynna fyrir nemendum fjölbreytta rithöfunda og verk þeirra.

Útivistardagur

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 29. mars. Nemendur í 1.- 4. bekk fara í Hlíðarfjall g og mega koma með þotu eða sleða. Nemendur í þessum árgöngum sem eru fullfærir um að fara sjálfir á skíði og eiga búnað mega fara á skíði. Nemendur í 5.- 6. bekk hafa fengið val um að fara á skauta eða í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Þeir sem ætla á skauta fá lánaða skauta en þeir sem ætla í Hlíðarfjall þurfa að koma sjálfir með búnað. Nemendur í 7.- 10. bekk hafa fengið val um að fara á skauta eða í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Þeir sem ætla á skauta fá lánaða skauta en þeir sem ætla í Hlíðarfjall geta sjálfir komið með búnað. Þeir sem ekki eiga búnað fá hann að láni. Íþróttakennarar hafa tekið niður pantanir.

Bingó-Bingó-Bingó

Laugardaginn næsta þann 26.mars kl. 14:00 munu nemendur í 10.bekk halda Bingó en það er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferð þeirra.

Kaffisala-samtalsdagur

Á foreldraviðtalsdegi þann 14. mars verða 6. bekkingar með veitingasölu til styrktar Reykjaferð eins og á haustönn. Þeir hafa, með dyggri aðstoð foreldrasinna, bakað skinkuhorn, pizzusnúða,möffins, brauðbollur, bananabrauð, kryddbrauð, skúffukökur, pönnsur og meira að segja steikt kleinur!

Frístund opnar klukkan 13

Eftir hádegi fer starfsemi aftur í gang hjá nemendum sem skráðir eru í Frístund. Frístund opnar klukkan 13:00 eins og segir hér í tilkynningunni þannig að þeir sem eru skráðir í Frístund geta mætt. https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsemin-ad-hefjast-aftur