Útivistardagur

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 29. mars.

Nemendur í 1.- 4. bekk fara í Hlíðarfjall g og mega koma með þotu eða sleða. Nemendur í þessum árgöngum sem eru fullfærir um að fara sjálfir á skíði og eiga búnað mega fara á skíði.
Nemendur í 5.- 6. bekk hafa fengið val um að fara á skauta eða í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Þeir sem ætla á skauta fá lánaða skauta en þeir sem ætla í Hlíðarfjall þurfa að koma sjálfir með búnað.
Nemendur í 7.- 10. bekk hafa fengið val um að fara á skauta eða í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Þeir sem ætla á skauta fá lánaða skauta en þeir sem ætla í Hlíðarfjall geta sjálfir komið með búnað. Þeir sem ekki eiga búnað fá hann að láni. Íþróttakennarar hafa tekið niður pantanir.

Allir nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða í Lundarskóla v/Dalsbraut þegar komið er til baka.

Frístund starfar eins og venjulega.

ATH: Allir nemendur í 1. - 10. bekk mæta í Lundarskóla við Dalsbraut á útivistardeginum.

Mæting og tímaáætlun:
1.- 4. bekkur, mætir í stofuna sína kl. 8:10 og fer með rútu í Hlíðarfjall kl. 9:30. Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:00. Skóla lýkur á venjulegum tíma.
5.-6. bekkur, mætir í stofuna sína kl. 8:10 og fer með rútu á skauta eða upp í fjall kl. 8:45. Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:30/11:45..Skóla lýkur kl. 13:15.
7.- 10.bekkur. Þeir sem ætlar á skauta, mæta kl. 8:30 í Lundarskóla v/Dalsbraut.. 7. og 8.b mætir í heimilisfræðistofu og 9. og 10.b mætir í Frístund skólans á tengigang niðri. Brottför á skauta er kl. 8:45. Heimferð frá skautasvellinu er kl. 11:15. Matur um leið og nemendur koma heim af skautum. Skóla lýkur þegar nemendur koma heim af skautum hjá þeim sem ekki eru í valgreinum né mat. Valgreinar verða kenndar eins og venjulega eftir hádegi.

7.- 10.bekkur. Þeir sem ætla í Hlíðarfjall, mæta kl. 8:30 í matsalinn Lundarskóla v/Dalsbraut. Brottför frá Lundarskóla með rútu upp í fjall kl. 9:00/9:15. Val um heimferð á eftirfarandi tímum. Rúta fer frá Hlíðarfjalli kl. 12:00, 12:15 og 12:30. Matur um leið og nemendur koma heim úr fjallinu. Skóla lýkur þegar nemendur koma heim úr fjallinu fyrir utan valgreinar sem verða kenndar eftir hádegi.

Ef nemendur ætla að vera lengur í fjallinu þá fá þeir leyfi í valgreinum e.h.

Mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga

  • Lánsbúnaði þarf að skila inn í leiguhús í Hlíðarfjalli eftir notkun. Einnig þarf að ganga frá skautabúnaði.
  • Þeir sem ætla að vera lengur á skíðum/brettum og eru með láns búnað geta leigt búnaðinn fyrir 2.000 kr. það sem eftir lifir dags.
  • Hliðin að lyftunum verða líklega opin og því þarf engin lyftukort. Að öðrum kosti fá allir nemendur dagskort. Þeir sem eiga vasakort geta nýtt sér það ef þeir ætla að vera lengur og einnig geta þeir sem eiga vasakort sett lyftukortið inn á það ef hliðin verða ekki opin.
  • Lyftukortin gilda allan daginn en nemendur þurfa að koma með eða kaupa sér vasakort til að færa lyftumiðann á ef þeir ætla að vera lengur og kostar kortið 1.000 kr.
  • Þeir sem ætla að vera lengur í fjallinu þurfa að skila inn skriflegu leyfi til umsjónarkennara frá foreldrum.

Allir nemendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti í vel merktum bakpoka og klæðast eftir veðri og aðstæðum.

Við bendum foreldrum einnig á að huga að sólarvörn og sólgleraugum fyrir börnin.

Öllum er skylt að vera með hjálma á skautum, svigskíðum og brettum.

Nemendur sem vilja vera lengur í fjallinu þurfa að skila skriflegu leyfi frá foreldrum til umsjónarkennara og verða þar alfarið á ábyrgð foreldra.

Með útivistarkveðju
starfsfólk Lundarskóla