Upphaf skólaársins 2021-2022

Kæri foreldrar/forráðamenn
Senn líður að skólabyrjun skólaárið 2021-2022.
Við vonum innilega að allir hafi notið sín í sumarfríi og séu endurnærðir eftir það. Við í Lundarskóla hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins í samstarfið við foreldra/forráðamenn og nemendur. 

Við byrjum skólaárið með svipuðu sniði og við kvöddum síðasta skólár með einkunnarorð Lundarskóla, ábyrgð, virðing og vellíðan að leiðarljósi. Við berum við ábyrgð á námi/starfi okkar, hegðun og umhverfi, við sýnum nemendum, starfsfólki og umhverfi virðingu og leggjum áherslu á vellíðan og almennt heilbrigði.

Samheldni, dugnaður, umburðarlyndi og æðruleysi einkenndi síðasta skólaár hjá öllum þeim sem komu að skólastarfinu þar sem aðstæður í samfélaginu voru einstakar í tengslum við í Covid19. Við í Lundarskóla reynum ávallt að hafa skólastarf í nokkuð föstum skorðum og byrjum skólaárið með hefðbundnum hætti í samræmi við fyrirmæli um skólastarf. Ef eitthvað breytist í tengslum við sóttvarnir og fjöldatakmarkanir í kringum skólastarfið þá látum við ykkur vita um það eins og kostur er. Við vinnum eins vel og við getum hverju sinni til að mæta þörfum nemenda, foreldra og starfsfólks og stuðlum að framþróun og góðu skólastarfi. Breytingar í samfélaginu og skólastarfi verða oft með stuttum fyrirvara og við kunnum svo vel að bregðast við þeim.

Allar mikilvægar upplýsingar eru ávallt settar inn á heimasíðu skólans, facebooksíðu Lundarskóla og/eða eru sendar til ykkar í tölvupósti.

Eins og staðan er nú í samfélaginu þá óskum við eftir að foreldrar mæti ekki í skólann að svo stöddu nema þeir séu boðaðir sérstaklega eða hafi samband við umsjónarkennara vegna mála sem þarf að vinna að í skólanum.

Það verður gaman að takast á við áskoranir á komandi skólaári og við hlökkum til að starfa með ykkur.

Skólasetning 23. ágúst

Skólasetning Lundarskóla verður mánudaginn 23. ágúst kl. 10:00. Skólasetningin verður rafræn og með sama sniði og skólaslitin voru síðasta vor. Ástæðan er staða mála í samfélaginu á Covid19.

Skólasetning verður rafræn þar sem nemendur mæta í heimastofur. Þá mun skólastjóri setja skólann (rafrænt) kl. 10:10 og svo fara kennarar yfir skólastarfið með nemendum. Gera má ráð fyrir að nemendur verði í skólanum í u.þ.b. 1 klst. eða eftir þörfum.

Við ítrekum það að foreldrar/forráðamenn mæti ekki í skólann að svo stöddu nema þeir séu boðaðir sérstaklega eða hafi samband við umsjónarkennara vegna mála sem þarf að vinna að í skólanum.

Nemendur mæta klukkan 10:00 í skólann á eftirfarandi staði:

  • 2., 3., 5. og 6.bekkur gengur inn í A álmu uppi í Lundarskóla v/Dalsbraut og fer í viðeigandi stofur.
  • 4.bekkur gengur inn um aðalinngang í Lundarskóla v/Dalsbraut (sama inngang og starfsfólk) og fer niður á A gang í viðeigandi stofur.
  • 7. - 10. bekkur mætir í Rósenborg og fer í viðeigandi stofur.

Umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúar beina nemendum í réttar stofur.

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl samkvæmt pósti frá umsjónarkennurum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst hjá öllum árgöngum nema 1.bekk sem byrjar í viðtölum 23. og 24. ágúst. Kennsla hefst hjá þeim miðvikudaginn 25. ágúst.
Frístund verður opin frá og með 23.ágúst skv. dagatali Frístundar og skráningu nemenda í Frístund. Forstöðumaður Frístundar sendir upplýsingar heim í tölvupósti varðandi skráningu nemenda í Frístund.