Fréttir úr 2. og 3. bekk

Í september unnu 2. og 3. bekkur þemaverkefni tengd haustinu. Unnin voru fjölbreytt verkefni og samhliða var farið í lestrarátak.

Börnin fengu laufblað eftir að hafa hlustað á/lesið sögu í ákveðinn tíma. Laufblöðunum var safnað á tré sem nemendur unnu hjá Elínu Berglindi í list- og verkgreinum.

Börnin voru margir kappsöm í lestrinum og nutu góðrar leiðsagnar Dagnýjar á bókasafninu. Þau stóðu sig mjög vel að safna laufblöðum og gaman að sjá hvað lesefnið var fjölbreytt.

 

Kveðja frá 2. og 3. bekk :)