Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Fræðslu og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar veitti þann 02.05.23 viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í skólum bæjarins. Markmiðið með viðurkenningunum er að benda á og lyfta upp því frábæra starfi sem fram fer í skólunum og hvetja áfram þá sem þar starfa til góðra verka.
Alls bárust dómnefnd 74 tilnefningar og úr þeim voru valdar 28.
Við í Lundarskóla áttum þrjá fulltrúa en það eru þær:

Elfa Rán Rúnarsdóttir umsjónarkennari - fyrir að stuðla að vellíðan í námi, leik og starfi
Vordís Guðmundsdóttir, umsjónarkennari - fyrir fagmennsku í starfi á unglingastigi og fyrir að vera einstakur kennari
Vilté Petkuté, nemandi í Lundarskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju

Við erum afskaplega stolt af þeim og því að hafa þær í okkar frábæra hópi