Gaman er að segja frá því að Norðurorka styrkir FLL-samvalið í Lundarskóla árið 2024.
Með stuðningi Norðurorku gefst nemendum möguleiki á að taka þátt í First LEGO League- keppninni sem haldin er í nóvember á hverju ári í Háskólabíói. Á myndinni tekur Jón Aðalsteinn kennari í FLL við styrknum úr hendi Eyþórs Björnssonar forstjóra Norðurorku.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn sem mun sannarlega koma sér vel!