Fréttir

Farsæld barna

Kæru foreldrar / forráðamenn leik- og grunnskólanemenda á Akureyri Eins og mörgum er kunnugt, þá stendur yfir innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin. Nú er kominn nýr og aðgengilegur vefur sem kallast Farsæld barna og þar má finna nánari upplýsingar um hvað löggjöfin felur í sér og hvert hlutverk tengiliða er. Einnig má sjá aðgengilegt myndband sem lýsir í stuttu máli því sem lögin innibera.

Er allt í gulu?

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þar sem Lundarskóli er heilsueflandi grunnskóli og er meðvitaður um mikilvægi geðræktar hvetjum við alla til að taka þátt og klæðast gulu á morgun fimmtudaginn 7.september.

Skólasetning

Skólasetning Lundarskóla skólaárið 2023-2024 verður þann 22.ágúst á eftirfarandi tímum: 2.- 4. bekkur kl. 9:00 5. - 7. bekkur kl. 10:00 8. - 10. bekkur kl. 11:00

Skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn. Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi þá var skóladagatali Lundarskóla breytt vegna námsferðar starfsfólks. Því minnum við á að skólaslit Lundarskóla verða mánudaginn 5. júní. Það verður kennsla fyrir hádegi og í framhaldi verður skóla slitið.

Samvinna barnanna vegna

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Fræðslu og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar veitti þann 02.05.23 viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í skólum bæjarins. Markmiðið með viðurkenningunum er að benda á og lyfta upp því frábæra starfi sem fram fer í skólunum og hvetja áfram þá sem þar starfa til góðra verka.

Frábær dagur í fjallinu

Nemendur og starfsfólk Lundarskóla áttu frábæran dag í fjallinu síðasta þriðjudag. Veðrið lék við okkur og eins var færið frábært, hægt var að fara á bretti, svigskíði og gönguskíði. Einnig var hópur nemenda sem fór í gönguferð í Kjarnaskóg og gekk sú ferð einnig vel. Við vorum svo heppin að fá sendar flottar myndir frá foreldri sem var í fjallinu og hvetjum við ykkur til þess að líta á þær - Myndir

Árshátíð Lundarskóla

Árshátíðin okkar verður haldin næsta miðvikudag þann 23.mars. Nemendur ásamt starfsfólki hafa lagt sig fram við að semja leikrit, læra texta, leika og túlka hinar ýmsu persónur og því verður gaman að sýna ykkur afraksturinn.

Lundarskóli sigrar Upphátt, stóru upplestrarkeppni Grunnskólanna á Akureyri

Í gær fór Upphátt fram í Hofi þar sem 14 keppendur tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla, keppnin var mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar. Okkar keppendur þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson stóðu sig frábærlega og fór það svo að Magni Rafn stóð uppi sem sigurvegari og óskum við honum innilega til hamingju en hann ásamt Söru hefur fengið góða leiðsögn og þjálfun frá Dagnýju Birnisdóttur skólasafnskennara og Írisi Ósk umsjónarkennara þeirra.

Upplestrarkeppni í Lundarskóla

Þriðjudaginn 28.febrúar var haldin forkeppni fyrir Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Það eru nemendur í 7.bekk sem taka þátt og í ár voru alls 14 nemendur sem lásu hátt og skýrt og með töluverðum tilþrifum. Það kom svo í hlut dómnefndar að velja tvo fulltrúa sem munu taka þátt fyrir hönd skólans þann 7.mars og eru það þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson.