Skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi þá var skóladagatali Lundarskóla breytt vegna námsferðar starfsfólks.
Því minni ég á að skólaslit Lundarskóla verða á mánudaginn næsta þann 5. júní. Það verður kennsla fyrir hádegi og í framhaldi verður skóla slitið.
1. - 9. bekkur hittist í miðgarðinum kl. 12:30 og þá verður skóla slitið. Eftir það fara nemendur í heimastofur með umsjónarkennurum, fá vitnisburð og halda svo út í sumarið.
Útskrift og skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða í sal Lundarskóla sama dag klukkan 14:30. Athöfnin verður hátíðleg þar sem nemendur flytja ræðu, skólastjóri segir nokkur orð, útskrifar nemendur og slítur að lokum skólaárinu. Eftir útskriftina verður kaffi og kökuboð fyrir nemendur 10. bekkjar og starfsfólk skólans.
Foreldrar eru velkomnir á skólaslit hjá öllum nemendum.