07.01.2021
Rafmagnslaust er í Lundarskóla v. Dalsbraut og verður það þannig út daginn.
Símakerfið liggur þar af leiðandi niðri en við bendum á að hægt er að senda töluvpóst á stjórnendur ef eitthvað er.
Nemendur í 5. og 6. bekk verða sendir fyrr heim í dag og hefur póstur verið sendur á forráðamenn þeirra.
Forráðamenn þeirra barna sem eru í frístund hafa einnig fengið tölvupóst með upplýsingum sem gott er að kíkja á.
05.01.2021
Jólatré verða ekki hirt við lóðamörk í ár af bænum. Því ætlar 10.bekkur Lundarskóla að hjálpa til og hirða upp tréð fyrir þig og koma því á réttan stað!
Farið verður af stað á milli 15:00-21:00 dagana 7. 8. og 9. janúar og tréð fjarlægt úr garðinum þínum. Svo einfalt.
Við biðjum alla um að panta fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 7.janúar.
14.12.2020
Litlu jólin verða haldin í Lundarskóla í lok vikunnar
09.12.2020
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum varðandi skólastarf út árið þá verða litlar breytingar á því. Hér í Lundarskóla verður sama skipulag og verið hefur hjá 1. - 7.bekk. Í 8.-10. bekk verður sama skipulag og síðustu viku, nemendur þurfa þó ekki að vera með grímur né halda 2m fjarlægð en er að sjálfsögðu frjálst að nýta grímur ef þeir vilja.
06.11.2020
Í ljósi aðstæðna munum við ekki bjóða upp á mat í skólanum nema fyrir þá nemendur sem verða í Frístund og því þurfa allir að koma með nesti, nemendur og starfsfólk í næstu viku. Frístund verður opin fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem þurfa á því að halda, skráning fer fram hjá forstöðumanni Frístundar.
04.11.2020
Það þyngist róðurinn hér hjá okkur í Lundarskóla þar sem smitum hefur fjölgað í starfsmannahópnum. Nú eru fjögur virk smit hjá starfsfólki og eru þau öll hjá einstaklingum sem fóru í sóttkví um síðustu helgi.
01.11.2020
Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum
01.11.2020
Töluvert mikið hefur verið um Covid-19 smit hér á Akureyri síðustu daga og við í Lundarskóla fáum að finna fyrir því eins og svo margir aðrir skólar og einstaklingar í samfélaginu.
30.10.2020
Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda varðandi takmarkanir í samfélaginu má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi.
20.10.2020
Starfsdagur verður í Lundarskóla 21.október og í kjölfarið tekur við haustfrí dagana 22. og 23. okt,