Skólastarf í lok árs

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum varðandi skólastarf út árið þá verða litlar breytingar á því. Hér í Lundarskóla verður sama skipulag og verið hefur hjá 1. - 7.bekk. Í 8.-10. bekk verður sama skipulag og síðustu viku, nemendur þurfa þó ekki að vera með grímur né halda 2m fjarlægð en er að sjálfsögðu frjálst að nýta grímur ef þeir vilja.

Litlu jólin
Föstudaginn 18. desember verða litlu jól í skólanum hjá okkur. Þessi dagur er styttri en venjulega og allir nemendur í 1. - 10.bekk eiga að mæta í skólann kl. 9:00 - 11:00 í sínar heimastofur. Á litlu jólum er lagt upp með að nemendur mæti í sínum betri fötum. Boðið verður upp á kakó í skólanum, lesin jólasaga, horft á 1.bekk sýna helgileik (rafræn útsending), sungið, spilað og fl. félagslegt. Þessi stund verður notaleg með umsjónarkennurum og samnemendum. Umsjónarkennarar sjá um að skipuleggja litlu jólin og senda nánari upplýsingar til foreldra eftir þörfum.