Skipulag næstu daga

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Lundarskóla.

Í ljósi aðstæðna munum við ekki bjóða upp á mat í skólanum nema fyrir þá nemendur sem verða í Frístund og því þurfa allir að koma með nesti, nemendur og starfsfólk í næstu viku. Frístund verður opin fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem þurfa á því að halda, skráning fer fram hjá forstöðumanni Frístundar.

Nemendur í 5. - 7. bekk þurfa að nota grímur ef ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægð og þá óskum við eftir eftir því að þessir nemendur taki með sér grímu í skólann og nýti í samnýttum rýmum s.s. forstofu. Einnig verða grímur í skólanum til taks eftir þörfum.

Áfram mun verða fjarkennsla í 8.-10. bekk samkvæmt plani frá kennurum, við hvetjum foreldra til að vera í góðum samskiptum við kennara og láta vita ef einhverjar áhyggjur eru.

Þess ber að geta að það verður starfsdagur í skólanum skv. skóladagatali mánudaginn 9. nóvember og við verðum einnig með viðtalsdag 18. nóvember skv. skipulagi.

1. bekkur verður í skólanum kl. 8:10 - 12:30. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Gengið inn um innganginn í Frístund í upphafi og lok dags.

2. bekkur verður í skólanum kl. 8:10 - 12:30. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Verður í sínum heimastofum og gengur inn og út á sama stað og venjulega.

3. bekkur verður í skólanum kl. 8:10 - 12:30. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Verður í sínum heimastofum og gengur inn og út á sama stað og venjulega.

4. bekkur verður í skólanum kl. 8:20 - 12:40. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Verður í sínum heimastofum og gengur inn og út á sama stað og venjulega.

5. bekkur verður í skólanum kl. 8:20 - 12:30. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Umsjónarkennarar senda upplýsingar heim um nánara skipulag fyrir 10.nóvember.

6. bekkur verður í skólanum kl. 8:10 - 12:10. Gildir frá 10. - 17. nóvember. Verður í sínum heimastofum ásamt list- og verkgreinastofu Gengur inn og út á sama stað og venjulega.

7. bekkur mætir alla jafna í skólann kl. 8:20 sama skipulag og sl.daga

8.-10. bekkur verður í fjarkennslu, sama skipulag og sl.daga

Hér fyrir neðan eru svo skilaboð til foreldra og forráðamanna frá Karli Frímannssyni, sviðsstjóra fræðslusviðs

Ágætu foreldrar og forsjáraðilar
Skólastarf gengur vel þrátt fyrir að aðgerðir séu á neyðarstigi vegna veirufaraldursins. Engu að síður er staðan í einstaka skólum sú að margir starfsmenn eru í sóttkví og getur verið nokkuð snúið að halda úti skólastarfi. Eins og staðan er nú þá má lítið út af bregða svo ekki þurfi að loka einstaka deildum í leikskólum eða senda nemendahópa heim í grunnskólum vegna manneklu. Til þess getur þó komið með skömmum fyrirvara að biðja þurfi foreldra yngstu barnanna í leik- og grunnskólum að sækja börnin eða senda eldri nemendur heim. Starfsfólk skólanna biður því fólk um að sýna því skilning ef til þess kemur því þetta er síðasta úrræðið sem gripið er til og þá í algjörum undantekningartilvikum.

Með kveðju,
skólastjórnendur Lundarskóla, Elías, Fjóla Dögg og Maríanna.