Skólahald næstu daga

Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda varðandi takmarkanir í samfélaginu má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi. Við skólastjórnendur Lundarskóla munum endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við lög og reglugerðir frá stjórnvöldum varðandi skólastarf. Fram hefur komið að stjórnvöld munu koma með nánari útfærslu og upplýsingar um takmarkanir á skólastarfi nú um helgina. Um leið og nánari upplýsingar og útfærslur verða tilbúnar munum við senda ykkur í tölvupósti upplýsingar um starfið næstu daga eða vikur.
Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með tölvupósti sem við munum senda ykkur síðdegis á sunnudaginn.
Með von um gott samstarf.
Kær kveðja skólastjórnendur Lundarskóla,
Elías, Fjóla Dögg og Maríanna.