Fréttir

hjól og rafhlaupahjól

Nú er hafinn sá árstími þar sem hjól og önnur létt ökutæki eru í mikilli notkun og því mikilvægt að huga að öryggi barnanna. Færst hefur í aukana notkun á vélknúnum hlaupahjólum en þau tilheyra flokki reiðhjóla og ná oftast 6-25 km hraða á klst. Í umferðarlögum stendur að ekki megi aka slíkum farartækjum á akbraut og sömu reglur gilda um öryggisbúnað og á reiðhjólum. Á þessi tæki er ekkert aldurstakmark en mikilvægt er að lesa vel þær leiðbeiningar og viðmið sem framleiðendur setja og fylgja þeim eftir.

páskafrí og vikulok

Kæru foreldrar, Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum.

Útivistardagur

Nemendur Lundarskóla áttu frábæran dag í ýmiskonar verkefnum þar sem útivist og hreyfing lék aðalhlutverkið.

Útivist í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi frestað

Því miður verðum við að fresta för okkar í Hlíðarfjall og Kjarnaskóg þar sem veðurspáin er ekki hliðholl okkur. Við stefnum þó á aukna hreyfingu/útivist á uppbrotsdeginum á morgun. Umsjónarkennarar sjá um skipulagið á deginum og senda heim upplýsingar, eftir þörfum, varðandi skipulag dagsins hjá nemendahópnum í tengslum við námsgögn, klæðnað, nesti og annað sem foreldrar og nemendur þurfa að fá upplýsingar um. Þess ber að geta að sund og valgreinar verða kenndar skv. stundatöflu á unglingastigi og allir nemendur verða í mat skv. skráningu og hann verður framreiddur Lundarskóla v/Dalsbraut.

Fulltrúar Lundarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Í morgun áttum við góða stund saman með 7.bekk þar sem 13 nemendur tóku þátt í forkeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina.

Öskudagsball

Á morgun miðvikudag mun 10. bekkur halda öskudagsball fyrir 1.-4. Bekk Farið verður í ýmsa leiki, dansað og sprellað. Það kostar 1000 kr. inn og því fylgir drykkur og nammi

Vetrarfrí og öskudagur

Við minnum á að öskudagurinn (17. febrúar) er starfsdagur og dagana 18.-19. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Akureyra. Þessa daga er frí hjá nemendum en skólinn hefst aftur mánudaginn 22. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Rafmagnsleysi

Rafmagnslaust er í Lundarskóla v. Dalsbraut og verður það þannig út daginn. Símakerfið liggur þar af leiðandi niðri en við bendum á að hægt er að senda töluvpóst á stjórnendur ef eitthvað er. Nemendur í 5. og 6. bekk verða sendir fyrr heim í dag og hefur póstur verið sendur á forráðamenn þeirra. Forráðamenn þeirra barna sem eru í frístund hafa einnig fengið tölvupóst með upplýsingum sem gott er að kíkja á.

Jólatréssöfnun

Jólatré verða ekki hirt við lóðamörk í ár af bænum. Því ætlar 10.bekkur Lundarskóla að hjálpa til og hirða upp tréð fyrir þig og koma því á réttan stað! Farið verður af stað á milli 15:00-21:00 dagana 7. 8. og 9. janúar og tréð fjarlægt úr garðinum þínum. Svo einfalt. Við biðjum alla um að panta fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 7.janúar.

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin í Lundarskóla í lok vikunnar