Fréttir

Árshátíð Lundarskóla

Árshátíðin okkar verður haldin næsta miðvikudag þann 23.mars. Nemendur ásamt starfsfólki hafa lagt sig fram við að semja leikrit, læra texta, leika og túlka hinar ýmsu persónur og því verður gaman að sýna ykkur afraksturinn.

Lundarskóli sigrar Upphátt, stóru upplestrarkeppni Grunnskólanna á Akureyri

Í gær fór Upphátt fram í Hofi þar sem 14 keppendur tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla, keppnin var mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar. Okkar keppendur þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson stóðu sig frábærlega og fór það svo að Magni Rafn stóð uppi sem sigurvegari og óskum við honum innilega til hamingju en hann ásamt Söru hefur fengið góða leiðsögn og þjálfun frá Dagnýju Birnisdóttur skólasafnskennara og Írisi Ósk umsjónarkennara þeirra.

Upplestrarkeppni í Lundarskóla

Þriðjudaginn 28.febrúar var haldin forkeppni fyrir Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Það eru nemendur í 7.bekk sem taka þátt og í ár voru alls 14 nemendur sem lásu hátt og skýrt og með töluverðum tilþrifum. Það kom svo í hlut dómnefndar að velja tvo fulltrúa sem munu taka þátt fyrir hönd skólans þann 7.mars og eru það þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson.

FÉLAK - viðburðir á vorönn

Hér má sjá þá viðburði sem eru á vegum Félagsmiðstöðvarinnar, annars vegar fyrir 5.-6.bekk og hinsvegar fyrir miðstigið í heild, 5.-7.bekk.

Jólakveðja

Fréttabréf desember

Þá er desember mánuður að ganga í garð og af því tilefni er hér fréttabréf frá Lundarskóla

Jólaföndur laugardaginn 26.nóvember

Foreldrafélag Lundarskóla ásamt 10.bekk verður með jólaföndur í sal skólans næstkomandi laugardag þann 26.nóvember.

Halloween ball fyrir yngsta og miðstig

Næstkomandi fimmtudag mun 10.bekkur halda hrekkjavökuball fyrir nemendur á yngsta stigi, 1.-4.bekk og svo miðstig 5.-7.bekk.

Haustfrí

Haustfrí verður í Lundarskóla 21. og 24.október

Takk fyrir frábæra mætingu

TAKK allir fyrir frábæra mætingu á opið hús síðasta föstudag...... Þar sem við vorum mjög niðursokkin í þemað okkar í síðustu viku tókum við ekki þátt í bleikum degi. Okkur langar því að hafa bleikan dag núna á fimmtudaginn