Upplestrarkeppni í Lundarskóla

Þriðjudaginn 28.febrúar var haldin forkeppni fyrir Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri.
Það eru nemendur í 7.bekk sem taka þátt og í ár voru alls 14 nemendur sem lásu hátt og skýrt og með töluverðum tilþrifum.
Það kom svo í hlut dómnefndar að velja tvo fulltrúa sem munu taka þátt fyrir hönd skólans þann 7.mars og eru það þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson.