Lundarskóli sigrar Upphátt, stóru upplestrarkeppni Grunnskólanna á Akureyri

Í gær fór Upphátt fram í Hofi þar sem 14 keppendur tóku eða tveir frá hverjum skóla, keppnin var mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar.

Okkar keppendur þau Sara Stefánsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson stóðu sig frábærlega og fór það svo að Magni Rafn stóð uppi sem sigurvegari og óskum við honum innilega til hamingju en hann ásamt Söru hefur fengið góða leiðsögn og þjálfun frá Dagnýju Birnisdóttur skólasafnskennara og Írisi Ósk umsjónarkennara þeirra.