Lundarskóli sigrar Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í gær fór Upphátt fram í Hofi þar sem 14 keppendur tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla, keppnin var mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar. Við áttum þar tvo mjög svo frambærilega þátttakendur eins og fyrri ár sem stóðu sig svo sannarlega vel. Í skólastarfinu viljum við ná árangri og þurfum til þess að sýna metnað, þrautseigju og vilja til þess að gera vel og það gerðu þeir svo sannarlega.

Okkar keppendur þau Brynja Dís og Heiðbrá Hekla stóðu sig frábærlega og fór það svo að Brynja Dís stóð uppi sem sigurvegari og óskum við henni innilega til hamingju en hún ásamt Heiðbrá Heklu hefur fengið góða leiðsögn og þjálfun frá Dagnýju Birnisdóttur skólasafnskennara og Elísu umsjónarkennara þeirra.

Innilega til hamingju báðar tvær