Sóttvarnir í Lundarskóla

Í ljósi aðstæðna er verið að herða reglur í grunnskólum Akureyrar og því viljum við koma eftirfarandi
á framfæri.
Við herðum sóttvarnir meira í Lundarskóla og setjum á grímuskyldu meðal starfsfólks þar sem ekki
verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Einnig erum við að hólfa starfsfólkið meira niður en
skólastarf hjá nemendum verður með eðlilegum hætti nema að í mötuneyti verður farið að skammta
matinn og salatbarnum verður lokað í bili.
Við minnum einnig á að skólinn er lokaður fyrir öllum utanaðkomandi aðilum. Ef einhver á brýnt erindi í skólann þá er
nauðsynlegt að vera með grímu og hafa samband við ritara fyrir komu í skólann til að fá leyfi fyrir
komunni. Við nýtum tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.